Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Uppsteypa meðferðarkjarna Nýs Landspítala

Uppsteypa meðferðarkjarna Nýs Landspítala

371
0
Mynd: NLSH ohf.

Uppsteypa meðferðarkjarna

<>

Helstu verkþættir sem nú eru í gangi við uppsteypuna eru við mótauppslátt, járnabendingu, eftirspennu, fyllingar og lagnir í grunni.

Járnabending í suðurhluta plötu 3. hæðar í stöng 2. Mynd: NLSH ohf.

„Áfram er góður gangur í uppsteypu meðferðarkjarnans og fyrsta gólfplata 4. hæðar í vesturhluta var steypt í október og eykst þar með forskotið á aðra byggingarhluta á svæðinu.

Mótauppsláttur í gangi fyrir suðurhluta plötu 4. hæðar í stöng 1. Mynd: NLSH ohf.

Uppsteypa veggja og súlna efri kjallara er að klárast. Uppsteypu 1. áfanga tengigangs sunnan meðferðarkjarna er lokið og unnið er að því að fullklára hann að utan og fylla að.

Steypuvinna að hefjast í suðurhluta plötu 3. hæðar í stöng 2. Mynd: NLSH ohf.

Aðrar fyllingar á svæðinu eru við tengiganga norðan meðferðarkjarna, þar sem verið er að fylla undir botnplötur við efri kjallara og undirbúa áframhaldandi uppsteypu,“segir Árni Kristjánsson staðarverkfræðingur Nýs Landspítala.

Lokið er við að steypa norðurhluta plötu 4. hæðar í stöng 1. Mynd: NLSH ohf.

Heimild: NLSH ohf