Home Fréttir Í fréttum Fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum

Fyrsta skóflustungan tekin að Fjallaböðunum

356
0
Fyrsta skóflustungan að Fjallaböðunum verður tekin í dag. Teikning/Basalt arkitektar

Fyrsta skóflu­stung­an að Fjalla­böðunum í Þjórsár­dal verður tek­in í dag, fimmtu­dag­inn 3. nóv­em­ber. Fyr­ir­hugað er að böðin opin árið 2025 en um er að ræða baðstað og hót­el þar sem sam­spil nátt­úru og hönn­un­ar á sér eng­an lík­an.

<>

Einnig verða kynnt áform um frek­ari upp­bygg­ingu þjón­ustu á svæðinu sem koma til með að styðja enn frek­ar við upp­lif­un gesta. Þar má nefna gesta­stofu, veit­ingaaðstöðu, fjöl­breytta gisti­mögu­leika, sýn­ing­ar­hald og upp­lýs­inga­miðstöð.

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, Grím­ur Sæ­mundsen for­stjóri Bláa Lóns­ins, Har­ald­ur Þór Jóns­son sveit­ar­stjóri Skeiða- og Gnúp­verja­hrepps og Magnús Orri Marín­ar­son Schram fram­kvæmd­ar­stjóri Fjallabaðanna taka sam­an fyrstu skóflu­stung­una.

Heimild: Mbl.is