Home Fréttir Í fréttum Nýjar skíða­lyftur í Blá­fjöllum fyrr en ætlað var og undir kostnaðar­á­ætlun

Nýjar skíða­lyftur í Blá­fjöllum fyrr en ætlað var og undir kostnaðar­á­ætlun

158
0
Um er að ræða miklar breytingar í Bláfjöllum með tilkomu nýju skíðalyftanna. Hér má sjá vinnu við framkvæmdirnar. Mynd/Bláfjöll

Í vetur verða tvær endur­bættar skíða­lyftur opnaðar í Blá­fjöllum, þær bera nöfnin Gosinn og Drottningin.

<>

Magnús Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Skíða­svæða höfuð­borgar­svæðisins segir að verk­efnið sé langt á undan á­ætlun og undir kostnaði.

Hann segir lyfturnar vera fyrsta skrefið í upp­byggingar­plani skíða­svæðanna.

„Þetta er allt á góðri á­ætlun og rúm­lega það. Gosinn á að verða af­hentur núna í nóvember ef það er þokka­legt veður. Það er verið að fín­stilla hann.

Drottningin átti að verða til­búin í nóvember á næsta ári, en hún verður til­búin í desem­ber eða janúar næst­komandi. Þannig að hún er langt á undan á­ætlun,“ segir Magnús.

„Það er gaman að því að það eru stór verk­efni hjá okkur í gangi sem eru bæði á undan á­ætlun og langt undir kostnaði. Það er ekki oft sem maður heyrir það,“ bætir hann við.

Magnús segir að til standi að opna skíða­svæðin í desember og skynjar hann mikla spennu hjá landanum að komast í fjallið.

„Það er líka hellingur af spennandi hlutum að ger ast hjá okkur, til að mynda erum við komin langt á veg með nýtt göngu­skíða­svæði.

Þar er aukin lýsing, fleiri snjó­girðingar og nýtt salerni,“ segir Magnús sem segir að um sé að ræða fyrstu skrefin í stóru upp­byggingar­plani skíða­svæðanna. „Það er margt spennandi fram undan í Blá­fjöllum.“

Mynd: Frettabladid.is