Home Fréttir Í fréttum Telur ólíklegt að vindmyllur fjúki á Íslandi

Telur ólíklegt að vindmyllur fjúki á Íslandi

189
0
Vindmyllur við Búrfell. Árni Sæberg

„Þetta er fyr­ir­tæki sem ég held að hafi ekk­ert verið starf­andi í ná­grenni við okk­ur, til dæm­is á Norður­lönd­um þar sem aðstæður eru svipaðar og hér,“ seg­ir Unn­ur María Þor­valds­dótt­ir, for­stöðumaður þró­un­ar vindorku hjá Lands­virkj­un í sam­tali við mbl.is.

<>

Vís­ar Unn­ur þar í fram­leiðand­ann Nor­dex, en vind­mylla á þeirra veg­um fauk í roki í Bridg­end í Wales í gær. Vind­hraðinn var þá allt að 80 km/​klst. Vakti at­vikið áhyggj­ur íbúa Bridg­end um aðrar vind­myll­ur þar í landi.

„Við erum með tvær rann­sókn­ar­vind­myll­ur í rekstri hjá okk­ur og eru þær ekki frá þess­um fram­leiðanda,“ bæt­ir Unn­ur við en rann­sókn á veg­um Nor­dex leiddi í ljós að ástæða foks­ins hafi verið að vind­myll­an hafi snú­ist of hratt í fjór­ar klukku­stund­ir.

Þurfa að stand­ast ís­lensk­ar aðstæður

Þýski fram­leiðand­inn Enercon fram­leiðir rann­sókn­ar­vind­myll­urn­ar sem Lands­virkj­un rek­ur og seg­ir Unn­ur þær hafa reynst afar vel í þeim aðstæðum sem við búum við á Íslandi.

Meðal­vind­hraði á svæðinu er að jafnaði 10-12 m. sek og svæðið er fjarri byggð en skammt frá öll­um nauðsyn­leg­um innviðum svo sem flutn­ings­lín­um og veg­um.

„Við för­um með öll okk­ar verk­efni í útboð og þá eru sett­ar mjög strang­ar kröf­ur. Fram­leiðend­ur sem svara útboði hjá okk­ur þurfa að stand­ast ís­lensk­ar aðstæður og það um­hverfi sem við búum við,“ seg­ir Unn­ur en mesti hraði sem Lands­virkj­un hef­ur mælt í einni vind­hviðu er 59 m/​s.

„Get­ur alltaf eitt­hvað komið upp á“

Spurð hvort ein­hver hætta sé á því að vind­myll­ur fjúki í rok­inu á Íslandi seg­ir Unn­ur að það geti alltaf eitt­hvað komið upp á, sama hvaða orku­gjafi sem um ræðir.

„En við reyn­um að draga úr allri áhættu eins vel og við get­um. Ég hugsa að lík­urn­ar séu þó af­skap­lega litl­ar, þetta er í það minnsta fyrsta til­fellið sem ég hef séð,“ seg­ir Unn­ur um at­vikið í Wales.

En hvað er gert til að draga úr áhætt­unni á foki?

„Það er mis­mik­ill klassi á vind­myll­um, þá hversu mik­inn vind þær þola og miðum við þá alltaf við hæsta klassa sem þolir hvað mest­an vind­styrk.“

„Við skoðum þá mjög vel við hvaða aðstæður við búum við og fáum ráð frá öðrum Norður­lönd­um en það eru lönd í kring­um okk­ur með vind­myll­ur í rekstri á mun meira krefj­andi stöðum en við,“ seg­ir Unn­ur að end­ingu.

Heimild: Mbl.is