Home Fréttir Í fréttum Vettvangsnám fyrstu dagana vegna myglu

Vettvangsnám fyrstu dagana vegna myglu

124
0
Kvíslarskóli Ljósmynd/ Kvíslarskóli

Skólastarf í Kvísl­ar­skóla í Mos­fells­bæ verður í formi vett­vangs­náms fyrstu fimm daga skóla­árs­ins. Staðnám hefst svo á mánu­dag á ann­arri hæð í hús­næði skól­ans og fær­an­leg­um kennslu­stof­um.

<>

Ástæða þess er sú að í bygg­ingu Kvísl­ar­skóla kom upp tjón og leki í mars, þá greind­ist jafn­framt ör­veru­vöxt­ur, eða mygla, í botn­plöt­um. Var því ákveðið að nýta tæki­færið og end­ur­nýja fyrstu hæðina í skól­an­um.

Nem­end­ur sem hafa verið með stof­ur þar, verða í fær­an­leg­um kennslu­rým­um fram að ára­mót­um, en sama gild­ir um sér­grein­ar.

Stefnt er á að opna mötu­neytið í nóv­em­ber, en það er staðsett á fyrstu hæðinni og verður því ekki starf­andi fyrstu tvo mánuði skóla­starfs­ins.

Þetta staðfest­ir Arn­ar Jóns­son for­stöðumaður þjón­ustu og sam­skipta­deild­ar hjá Mos­fells­bæ.

Vett­vangs­nám sem fel­ur í sér kennslu

8. bekk­ur mun fyrstu dag­ana fara í Skemmtig­arðinn í Grafar­vogi, þar sem boðið verður upp á lasertag, míní­golf og fót­bolta­golf. Þá verður boðið upp á dag­skrá við íþrótta­hús skól­ans og ferð á leikja­braut í Hvera­gerði. Loks verður farið í göngu­ferð í gegn­um Reykjar­lund­ar­skóg.

Nem­end­um í 9. bekk stend­ur einnig til boða ferð að leikja­braut­inni í Hvera­gerði. Önnur vett­vangs­ferð verður sigl­ing út í Viðey þar sem eyj­an verður skoðuð. Íþrótta­kenn­ar­ar munu svo bjóða upp á leik í Felli og loks verður einnig farið í Skemmtig­arðinn í Grafar­vogi.

Farið verður, meðal ann­ars, í ferð á Þing­velli með 10. bekk­ing­um.

Arn­ar bend­ir á að um sé að ræða vett­vangs­nám sem skipu­lagt sé af kenn­ur­um og í því fel­ist kennsla.

Bæta bygg­ing­una í leiðinni

„Við leigðum átta fær­an­leg­ar stof­ur. Á meðan verið er að koma þeim fyr­ir þá er þetta vinnusvæði og þess vegna var skipu­lagt vett­vangs­nám fyrstu vik­una.“

Allt skemmt bygg­ing­ar­efni hef­ur verið fjar­lægt, en auk þess var lögð áhersla á að koma sal­erniskjarna og and­dyri fyrstu hæðar í lag.

„Við ákváðum að nýta tím­ann til þess að inn­rétta fyrstu hæðina og færa hana að nú­tíma­kröf­um. Stof­um verður fjölgað um eina og í stað kynja­skiptra sal­erna með bás­um, eru nú ókyn­greind ein­stak­lings­rými, með sal­erni, vaski og læs­ingu, sem ná frá gólfi og upp í loft.“

Kom fram í reglu­legri skimun

Arn­ar viður­kenn­ir að mygl­an hafi í för með sér tals­vert fjár­hags­legt tjón, end­an­leg upp­hæð liggi ekki fyr­ir, en gert hafi verið ráð fyr­ir fjár­mögn­un fram­kvæmd­anna í fjár­hags­áætl­un og viðauk­um vegna leigu á skóla­stof­um.

„Okk­ar verk­efni er að tryggja börn­um heil­næmt skóla­hús­næði. Við höf­um verið með virka vökt­un og skimað all­ar okk­ar skóla­bygg­ing­ar og kennslu­bygg­ing­ar reglu­lega. Hluti af skimun­inni leiddi fram þenn­an veik­leika í botn­plöt­unni og við grip­um strax til fyrstu aðgerða í mars.“

Arn­ar seg­ir að skýrsla Eflu verk­fræðistofu sé unn­in jafnt og þétt eft­ir því sem verk­efn­inu vind­ur fram og því liggi ekki fyr­ir loka­skýrsla á þessu stigi máls­ins.

Hús­næðið var byggt af rík­inu árið 1974 sem gagn­fræðiskóli Mos­fells­bæj­ar.

Heimild: Mbl.is