Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Salernin verða ókyngreind

Salernin verða ókyngreind

161
0
Gámar með salernum hafa verið settir fyrir utan Kjarvalsstaði til bráðabirgða. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir standa nú yfir á Kjar­vals­stöðum við Klambra­tún í Reykja­vík þar sem unnið er að nýj­um sal­ern­um, en þau verða ókyn­greind. Þannig verður um að ræða al­veg lokaða klefa sem ætlaðir eru til notk­un­ar óháð kyni.

<>

Fram­kvæmd­ir hóf­ust í byrj­un ág­úst­mánaðar og eru verklok áætluð í lok októ­ber.

Við hönn­un var áhersla lögð á að nýju sal­ern­in myndu ríma við þá hönn­un sem fyr­ir er á Kjar­vals­stöðum til þess að halda í gaml­an anda bygg­ing­ar­inn­ar, að sögn Ólafs Óskars Ax­els­son­ar arkí­tekts.

Gám­ar með sal­ern­um hafa verið sett­ir fyr­ir utan Kjar­valsstaði til bráðabirgða meðan á fram­kvæmd­um stend­ur.

Heimild: Mbl.is