Fyrstu skóflustungurnar af nýju hreinsistöðinni voru teknar á föstudaginn en það kom í hlut Gunnars Egilssonar, fyrrverandi bæjarfulltrúa og Sveins Ægis Birgissonar, núverandi bæjarfulltrúa að taka þær. Umhverfismati nýju stöðvarinnar er lokið og því hefjast framkvæmdir á næstu dögum en verktakafyrirtækið Þjótandi á Hellu mun sjá um þær.
Sveinn Ægir er ánægður með að verkið sé nú loksins að hefjast.
„Þetta er skolphreinsistöð, sem mun hreinsa allan úrgang, sem við skilum frá okkur úr klósettum íbúa á Selfossi, sem mun leiða í Ölfusá, vatnsmestu á landsins. Kostnaður við fyrsta áfanga stöðvarinnar gæti verið um einn milljarður króna til að byrja með en svo förum við í frekari hreinsun, sem kostar meira,“ segir Sveinn Ægir.
Gunnar Egilsson sat í mörg ár í bæjarstjórn Árborgar og setti fráveitumálin meðal annars á oddinn. Hann er ánægður að framkvæmdir séu nú að hefjast við hreinsistöðina.
„Þetta er frábært, frábært að loksins eigi að koma þessari stöð á, að vera ekki að setja þetta alveg ómengað út í á,“ segir Gunnar.
Þannig að Selfyssingar geta farið með góðri samvisku á klósettið núna þegar þetta verður komið í lag?
„Já, það ætla ég rétta að vona en þetta er okkur til vansa að hafa ekki hreinsað þetta fyrr, það er bara þannig.“
Heimild: Visir.is