Home Fréttir Í fréttum Grjóti rigndi yfir bíla á Reykjanesbrautinni

Grjóti rigndi yfir bíla á Reykjanesbrautinni

287
0
Sprengingin átti sér stað við Reykjanesbrautina, að sögn sjónarvotts. mbl.is/Árni Sæberg

Ökumaður á leið úr Hafnar­f­irðinum til Kefla­vík­ur var snar­brugðið þegar að spreng­ing vegna fram­kvæmda rétt við veg­inn varð til þess að grjóti og hnull­ung­um rigndi yfir bíla sem áttu leið um Reykja­nes­braut­ina.

<>

Til allr­ar ham­ingju varð bíll­inn hans ekki fyr­ir tjóni enda í ágætri fjar­lægð frá at­vik­inu en aðrir sem voru nær voru ekki jafn heppn­ir.

Að sögn öku­manns­ins, sem vill ekki koma fram und­ir nafni, hemluðu bíl­arn­ir þegar spreng­ing varð. Stór hvell­ur kom og í kjöl­farið reis upp mold­ar­strók­ur og grjót þeytt­ist út á veg­inn.

Tel­ur ökumaður­inn nokkuð víst að spreng­ing­in hafi verið um tvo til þrjá metra frá Reykja­nes­braut­inni og seg­ir hann bíla sem voru í línu við spreng­ing­una hafa endað með grjót á þaki og vél­ar­hlíf­um.

Tel­ur hann nokkuð ör­uggt að eitt­hvað hafi séð á þeim eft­ir at­vikið. Hins veg­ar sá hann eng­ar brotn­ar rúður og seg­ir ekk­ert slys hafa átt sér stað þegar bíl­arn­ir hemluðu á veg­in­um.

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar hjá lög­regl­unni í Hafnar­f­irði um at­vikið.

Heimild: Mbl.is