Framkvæmdir á lóð Valhallar, höfuðstöðva Sjálfstæðisflokksins, eru í fullum gangi. Á lóðinni verður reist bygging með 48 íbúðum og skrifstofuhúsnæði á 5-6 hæðum. Í jarðvinnu hafa komið í ljós ýmsar lagnir, m.a. hitaveitustokkur sem sjá má greinilega í grunninum.
Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur verður þessi stokkur fjarlægður, hann rifinn og síðan fargað með viðeigandi hætti, eins og upplýsingafulltrúi OR orðaði það. Búið er að breyta legu stokksins og endurnýja lögnina sem var í stokknum.
Orkuveitan hefur staðið í framkvæmdum við nýja stofnæð vegna færslu stokksins og verið nokkurt rask á umferð í kringum Valhöll síðustu vikurnar.
Heimild: Mbl.is