Home Í fréttum Framkvæmdir í gangi Hitaveitustokkur á Valhallarreitnum færður til

Hitaveitustokkur á Valhallarreitnum færður til

226
0
Greinilega má sjá hitaveitustokk í grunninum. mbl.is/Árni Sæberg

Fram­kvæmd­ir á lóð Val­hall­ar, höfuðstöðva Sjálf­stæðis­flokks­ins, eru í full­um gangi. Á lóðinni verður reist bygg­ing með 48 íbúðum og skrif­stofu­hús­næði á 5-6 hæðum. Í jarðvinnu hafa komið í ljós ýms­ar lagn­ir, m.a. hita­veitu­stokk­ur sem sjá má greini­lega í grunn­in­um.

<>

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Orku­veitu Reykja­vík­ur verður þessi stokk­ur fjar­lægður, hann rif­inn og síðan fargað með viðeig­andi hætti, eins og upp­lýs­inga­full­trúi OR orðaði það. Búið er að breyta legu stokks­ins og end­ur­nýja lögn­ina sem var í stokkn­um.

Orku­veit­an hef­ur staðið í fram­kvæmd­um við nýja stof­næð vegna færslu stokks­ins og verið nokk­urt rask á um­ferð í kring­um Val­höll síðustu vik­urn­ar.

Heimild: Mbl.is