Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Ráðhúsi Vestmannaeyja undanfarin misseri.
Að sögn Ólafs Þórs Snorrasonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar er reiknað með að starfsemi stjórnsýslu og fjármálasviðs flytji inn síðar í mánuðinum.
Hann segir framkvæmdir á miðhæð og efstu hæð hafa gengið vel undanfarið. „Kjallarinn verður ekki tilbúinn strax enda var ekki reiknað með því í upphafi.” segir Ólafur Þór.
Ólafur segir aðspurður að bókfærður kostnaður í lok maí hafi numið um 355 miljónum en áfram er unnið að verkinu. „Gert var ráð fyrir 120 milljónum í verkið á þessu ári.” segir hann.
Halldór B. Halldórsson, myndaði Ráðhúsið í vikunni. Myndband hans má sjá hér að neðan.
Heimild: Eyjar.net