Home Fréttir Í fréttum Aldís segir útlit fyrir bætur upp á 108 milljónir

Aldís segir útlit fyrir bætur upp á 108 milljónir

244
0
Hamarshöllin eins og hún var fyrir óveðrið. Ljósmynd/Verkís

Al­dís Haf­steins­dótt­ir, frá­far­andi bæj­ar­stjóri í Hvera­gerði, ger­ir ráð fyr­ir því að bæt­ur vegna falls Ham­ars­hall­ar­inn­ar verði um 108 millj­ón­ir króna.

<>

Íþrótta­höll­in féll í óveðri í byrj­un árs. Al­dís seg­ir að ákvörðun um end­ur­reisn hall­ar­inn­ar hafi reynst um­deild og að framtíð hall­ar­inn­ar sé í hönd­um nýs meiri­hluta.

„Sú ákvörðun að panta nú þegar nýj­an dúk á Ham­ars­höll­ina í stað þess sem rifnaði í óveðri í fe­brú­ar var afar um­deild,“ skrif­ar Al­dís í pistli á heimasíðu Hvera­gerðis­bæj­ar.

Meiri­hluti henn­ar féll í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um sem fram fóru fyr­ir um tveim­ur vik­um síðan.

Frá Hvera­gerði, þar sem Ham­ars­höll­in var. Ljós­mynd/​Friðrik Sig­ur­björns­son

„Í ljósi niður­stöðu kosn­inga og þeirr­ar miklu umræðu sem fram fór hef­ur bæj­ar­stjóri átt viðræður við for­svars­menn Duol sem sýna munu því rík­an skiln­ing ef að nýr meiri­hluti vill afp­anta dúk­inn.

Því er ljóst að nýr meiri­hluti ætti ekki að vera bund­inn af fyrri ákvörðun og get­ur því tekið ákvörðun fljót­lega um að hefja viðræður um afpönt­un á dúk Ham­ars­hall­ar­inn­ar og hafið sam­stund­is könn­un á öðrum val­kost­um varðandi upp­bygg­ingu íþrótta­mann­virkja í Hvera­gerði.“

Heimild: Mbl.is