Home Fréttir Í fréttum Töluverðar framkvæmdir á næsta ári í Ölfusi

Töluverðar framkvæmdir á næsta ári í Ölfusi

128
0

Samkvæmt fjárhags- og framkvæmdaáætlun Sveitarfélagsins Ölfuss er áætlað að rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins verði jákvæð um 21 m.kr. árið 2016 þegar búið er að taka tillit til fjármagnsliða. Þetta kemur fram í frétt á olfus.is en fjárhags- og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins 2016-2019 var samþykkt í gær.

<>

Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir að skuldaviðmiðið samkvæmt sveitarstjórnarlögum verði í lok árs 2016 um 97% en sveitarfélög verða að halda sig undir 150%.

Helstu áhersluliðir í áætluninni eru til kynningarmála sveitarfélagsins, viðhalds fasteigna þess svo og til umhverfismála en töluvert meiri fjármunum er varið í þessa málaflokka en verið hefur síðustu ár. Þá er gert ráð fyrir fjárfestingum innan samstæðunnar alls um 199 m.kr. til margvíslegra verkefna.

Nokkur helstu verkefnin árið 2016:

  • Framkvæmdir við höfnina: 60 m.kr.
  • Nýtt gámasvæði: 29 m.kr.
  • Leikskólinn Bergheimar: 20 m.kr.
  • Uppbygging umferðarmannvirkja: 16 m.kr.
  • Uppbygging leikskóla fyrir dreifbýli Ölfuss í samvinnu við Hveragerðisbæ: 13,5 m.kr.
  • Hönnun viðbyggingar við íþróttahúsið (fimleikaaðstaða): 10 m.kr.
  • Loftræstikerfi í íþróttamiðstöðina: 6 m.kr.
  • Fjárréttir í Ölfusi: 3 m.kr.
  • Heimreiðar í Ölfusi: 2,5 m.kr.
  • Fegrun innkomu í bæinn: 2 m.kr.
  • Strandblakvöllur: 1 m.kr.
  • Hönnun á nýjum heitum potti í sundlaugina: 1 m.kr.

Á árunum 2016-2019 er gert ráð fyrir að rekstur sveitarfélagsins verði með svipuðu sniði og á árinu 2015 og að unnið verði áfram að frekari uppbyggingu mannvirkja sveitarfélagsins svo og aukinnar og bættrar þjónustu með það að markmiði að álögur á íbúa sveitarfélagsins aukist ekki.

Helstu áhersluþættir í framkvæmdum í þriggja ára áætlun sveitarfélagsins 2017-2019:

  • Stækkun hafnar: 256 m.kr.
  • Fimleikaaðstaða: 180 m.kr.
  • Uppbygging Bergheima: 108 m.kr.
  • Önnur íþróttamannvirki: 30 m.kr.
  • Vatnaveitan Berglind: 24 m.kr.
  • Leikskóli í Hveragerði: 18 m.kr.
  • Nýr heitur pottur í sundlaugina: 10 m.kr.
  • Heimreiðar í Ölfusi: 7,5 m.kr.
  • Nýtt gámasvæði 6.5 m.kr.
  • Fegrun innkomu í bæinn: 5,5 m.kr.

Áætlunin hefur verið unnin með það að markmiði að bæta svo og tryggja íbúum sveitarfélagsins öfluga grunnþjónustu samhliða enn frekari uppbyggingu á ýmsum sviðum í þágu íbúa og samfélagsins í heild.

Nánari upplýsingar má nálgast hér. 

Fjárhags- og framkvæmdaáætlun 2016-2019 má nálgast hér.

Heimild: Hafnarfrettir.is