Home Fréttir Í fréttum Íbúðalánasjóður hefur sett 504 íbúðir í söluferli

Íbúðalánasjóður hefur sett 504 íbúðir í söluferli

65
0
Íbúðalánasjóður hefur kynnt hvaða eignir sjóðurinn hyggst selja fyrir lok næsta árs, en tilboðsfrestur rennur út þann 3. febrúar. Alls eru þetta 504 eignir um allt land, í 15 eignasöfnum. Söluferlið hefst í dag, en þetta var kynnt á fundi nú rétt eftir hádegi.

Íbúðirnar 504 eru þriðjungur þeirra eigna sem nú eru í eigu sjóðsins og verulegur hluti íbúðanna er í útleigu. Með þessu vill sjóðurinn stuðla að auknu framboði á íbúðarhúsnæði, en markmiðið er að selja meirihluta fasteigna hans á þessu og næsta ári.

<>

Stærð miðast við leigufélög
Eignasöfnin eru mismunandi að stærð og gerð, en miðast við að hagkvæmt geti verið að reka um þær leigufélög. Að jafnaði eru eignirnar í sama byggðarlagi og ákveðið var að hafa hvert eignasafn hóflegt að stærð, til að sem flestir fjárfestar geti gert tilboð. Þeir geta bæði boði í einstök söfn en einnig fleiri saman. Þó má hver fjárfestir aðeins kaupa þriðjung af heildarfjölda fasteigna sem í boði eru. Þá eru ákveðin viðmiðunarverð sett upp, sem eru lágmarksverð. Þau verð verða kynnt í sérstöku gagnaherbergi föstudaginn næstkomandi.

Leigjendur fá góðan frest
Þeir leigjendur sem nú eru í íbúðunum munu hafa góðan frest til að finna sér annað húsnæði eða semja upp á nýtt við nýja eigendur, því ekki má breyta leigusamningum fyrr en 12 mánuðum eftir útgáfu afsals. Samkvæmt þeim tímaramma sem sjóðurinn miðar við, verður útgáfu afsala ekki seinna en 31. ágúst. Fjármögnun þarf að liggja fyrir í byrjun maí og í byrjun júni verður kaupsamningsgerð að vera lokið.

Heimild: Rúv.is