Home Fréttir Í fréttum Isavia hefur áhyggjur af stærð Leifsstöðvar

Isavia hefur áhyggjur af stærð Leifsstöðvar

154
0
Mynd: Isavia, Keflavíkurflugvöllur

Unnið er hörðum höndum að því að tryggja sem best þjónustustig yfir háannatíma á Keflavíkurflugvelli næsta sumar, meðal annars með því að klára yfirstandandi stækkanir flugstöðvarinnar og auka sjálfvirkni á öllum stigum ferðalagsins um flugstöðina.

<>

Næsta sumar verður flugstöðvarbyggingin mun stærri en hún var í byrjun þessa árs, eða um 65.000 fermetrar. Að auki verða opnuð þrjú ný flugvélastæði. Þrátt fyrir þessar stækkanir hafa forsvarsmenn Isavia, sem sér um rekstur flugstöðvarinnar, áhyggjur af því að flugstöðin sé ekki nógu stór til að fullnýta þau tækifæri sem bjóðast með auknum áhuga ferðamanna á landinu.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air lýsti því yfir á dögunum í viðtali við Viðskiptablaðið að mögulega þyrfti WOW-Air að flytja hluta starfsemi flugfélagsins til annars flugvallar í því markmiði að fullnýta sóknarfæri sem stærð Leifsstöðvar gæti haft hamlandi áhrif á.

„Við hjá Isavia erum að mörgu leyti sammála áhyggjum Skúla Mogensen forstjóra WOW Air. Fjölgun farþega hefur verið langt umfram allar spár og talsvert umfram áætlanir WOW, Icelandair og annarra flugfélaga sem fljúga um Keflavíkurflugvöll,” segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia við vb.is.

„Ný farþegaspá sem Isavia kynnti nú í lok nóvember gerir þannig ráð fyrir um 8 milljónum farþega árið 2018. Það er rétt að þær forsendur sem voru grundvöllur að þróunaráætlun Keflavíkurflugvallar gerðu ráð fyrir sex milljónum farþega árið 2018 en þær spár hafa breyst með breyttum áætlunum flugfélaganna.”
Guðni telur farþegaaukninguna vera langt á undan áætlun, og telur ráðlegt að gera allt sem hægt er til að auka afkastagetu flugvallarins.

Heimild: Sudurnes.net