Akraneskaupstaður óskaði nýverið eftir tilboðum í verkið „Grundaskóli E-álma – endurbætur“,
Eitt tilboð barst í verkefnið og var það tæplega 48 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun eða 56%.
Trésmiðja Þráins E Gíslasonar bauð 132,4 milljónir kr. í verkefnið þar sem unnið verður að endurbótum í stjórnendaálmu skólans. Kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar var 84,7 milljónir kr.
Ásbjörn Egilsson verkefnastjóri situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulags- og umhverfisráð fól Ásbirni Egilssyni verkefnastjóra Akraneskaupstaðar frekari vinnslu málsins.
Heimild: Skagafrettir.is