Vegagerðin, í samstarfi við Veitur, Rarik og Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur og lagnagerð á um 550 m kafla á Borgarbrautar í Borgarnesi.
Helstu magntölur eru:
Gröftur lagnaskurða 9.300 m3
Fráveitulagnir 1.300 m
Kaldavatnslagnir 650 m
Hitaveitulagnir 950 m
Malbikun 9.700 m2
Hellulögn 1.400 m2
Verkinu skal að fullu lokið 15. október 2023.
Útboðsgögn eru aðgengileg og verða afhent í rafræna útboðskerfinu TendSign frá og með 14. apríl 2022 og skal tilboðum skilað rafrænt í því útboðskerfi fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 3. maí 2022.
Ekki verður haldin sérstakur opnunarfundur en eftir lok tilboðsfrests verður bjóðendum tilkynnt um nöfn bjóðenda og verðtilboð.
Leiðbeiningar fyrir útboðsvefinn TendSign.