Fyrra aðsóknarmet var jafnað á sýningunni Verk og vit um síðustu helgi en alls mættu 25.000 gestir. Alls tóku 100 sýnendur þátt í sýningunni sem haldin var í fimmta sinn.
Áslaug Pálsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir greinilegt að Verk og vit hafi skipað sér mikilvægan sess hjá fagaðilum til að hittast og mynda viðskiptasambönd. „Það er þegar farið að huga að næstu sýningu, en hún er fyrirhuguð á svipuðum tíma 2024,“ segir hún.
Framkvæmdaraðili Verk og vit er AP almannatengsl. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, setti sýninguna formlega.
Heimild: Mbl.is