F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Rafstöðvarvegur – Göngu- og hjólastígur. Toppstöðin – Bíldshöfði, útboð 15427
Verkið felst í gerð hjóla- og göngustíga. Innifalið er jarðvegsskipti samkvæmt teikningum og frágangur á yfirborði í samræmi við útboðsgögn, þar með talið gerð áningarstaðar. Gerð stíglýsingar við nýja stíga er hluti af verkinu sem og gerð steinhleðslu.
Helstu magntölur eru:
Upprif á malbiki 1.500 m²
Gröftur 2.000 m³
Fyllingar 3.000 m³
Steinhleðsla 190 m²
Mulningur 3.800 m2
Malbikun 3.500 m2
Hellulögn 600 m2
Ljósastaurar 29 stk
Rafstrengir(stíglýsing) 800 m
Lokaskiladagur verksins er 31. júlí 2022.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 12:00, þriðjudaginn 22. febrúar n.k., á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:30 þann 8. mars 2022.