ÍAV hóf nýlega vinnu við endurbyggingu á sjóvarnargarði við Ánanaust í vesturbæ Reykjavíkur.
Verkið er áframhald af endurnýjun grjótvarnar meðfram Eiðsgranda, en framkvæmdum er nýlokið á kaflanum frá skólpdælustöð við Boðagranda að hringtorgi á mótum Ánanausta og Hringbrautar.
Endurbyggður garður verður með bermu og mun lágmarkshæð á toppi sjóvarnar vera 6,5 m.y.s. meðfram Ánanaustum.
Við bensínstöð Olís hækkar garðurinn á 20 m kafla í 7,0 m.y.s. og heldur þeirri hæð að kverk við landfyllingu Faxaflóahafna við Fiskislóð.
Helstu magntölur verksins eru:
Lengd sjóvarnargarðs: ~500 metrari
Upprif á númverandi sjóvarnargarði: ~15.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki I 3-6 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki II 2-5 tonn: ~11.000 m3
Grjótröðun, grjót í flokki III 0,3-1 tonn: ~15.000 m3