Home Í fréttum Niðurstöður útboða Öll tilboð í jarðvinnu við ljósleiðarakerfi yfir kostnaðaráætlun í Vestmannaeyjum

Öll tilboð í jarðvinnu við ljósleiðarakerfi yfir kostnaðaráætlun í Vestmannaeyjum

692
0
Búið er að leggja ljósleiðara í dreifbýlið í Vestmannaeyjum auk nokkura hverfa. Ljósmynd/TMS

EFLA verkfræðistofa óskaði nýverið eftir tilboðum í jarðvinnu við lagningu ljósleiðarakerfis fyrir hönd Vestmannaeyjabæjar. Fram kom í útboðsgögnum að verklok séu eigi síðar en 1. desember 2022.

<>

Verkinu er áfangaskipt og voru 2 áfangar þess boðnir út nú. Verkið felur í sér að grafa, draga í eða plægja niður ljósleiðararör frá dreifistöðvum kerfisins inn á heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjabæ, setja niður tengiskápa, bora inntök í hús, ásamt frágangi lagnaleiðar innanhúss.

Línuborun ehf. bauð lægst

Samkvæmt upplýsingum frá Vestmannaeyjabæ bárust þrjú tilboð í áfanga 1a. og tvö í áfanga 1b. Öll tilboðin voru talsvert yfir kostnaðaráætlun líkt og sjá má hér að neðan.

Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhaldið. Hann segir að verið sé að fara yfir málið.

Eftirfarandi tilboð bárust: Áfangi 1a:
Nafn bjóðenda: Tilboðsupph. m/vsk Áætluð lokadags. Verðstig Verklokastig Stigagjöf
Steingarður ehf 105.166.000 1.12.2022 62,6% 0,0% 62,6%
Berg verktakar ehf 96.873.500 31.5.2022 68,0% 20,0% 88,0%
Línuborun ehf 82.293.500 31.5.2022 80,0% 20,0% 100,0%
Kostnaðaráætlun verkkaupa 62.701.924

 

Eftirfarandi tilboð bárust: Áfangi 1b:
Nafn bjóðenda: Tilboðsupph. m/vsk Áætluð lokadags. Verðstig Verklokastig Stigagjöf
Berg verktakar ehf 93.370.000 31.5.2022 54,1% 20,0% 74,1%
Línuborun ehf 63.152.000 30.9.2022 80,0% 10,0% 90,0%
Kostnaðaráætlun verkkaupa 50.701.860

Heimild: Eyjar.net