Home Fréttir Í fréttum 19 milljarða gjaldþrot Landic Funds

19 milljarða gjaldþrot Landic Funds

103
0

Gjaldþrotaskiptum í Landic Funds ehf. er lokið. Aðeins fengust 4,6 milljónir króna upp í lýstar kröfur sem alls námu 19,4 milljörðum króna. Því fengu almennir kröfuhafar aðeins 0,000238% upp í kröfur.

<>

Landic Funds var stofnað árið 2008 og var dótturfélag fasteignafélagsins Landic Property, sem áður hét Stoðir. Landic Property var lýst gjaldþrota í upphafi árs 2010 eftir að nauðasamningar við kröfuhafa fengust ekki samþykktir. Félagið hafði farið í stór fjárfestingarverkefni í nokkrum löndum og voru sérstaklega stórtækt í Danmörku. Við gjaldþrotaskiptin skuldaði Landic Property um 120 milljarða króna.

Reitir fasteignafélag var stofnað á grunni félags sem stofnað var um innlendar eignir Landic samstæðunnar. Þær voru metnar á tugi milljarða og þar á meðal var verslunarmiðstöðin Kringlan. Hluthafar Reita urðu m.a. viðskiptabankarnir þrír og Glitnir sem áttu veðkröfu í fasteignir hins innlenda félags sem og Þrotabú Landic Property.

Landic Funds var fyrir gjaldþrotaskiptin sameinað nokkrum eignalitlum en skuldugum dótturfélögum Landic Property.

Heimild: Vísir.is