Home Fréttir Í fréttum Flokkun mannvirkja – Kynningarfundur um breytingar á byggingarreglugerð

Flokkun mannvirkja – Kynningarfundur um breytingar á byggingarreglugerð

487
0
Mynd: VÍSIR/VILHELM

Flokkun mannvirkja – Kynningarfundur um breytingar á byggingarreglugerð

Mannvirkjasvið SI boðar til rafræns kynningarfundar fyrir félagsmenn um breytingar á byggingarreglugerð miðvikudaginn 5. janúar kl. 9.00-10.00.

<>
  • Herdís Hallmarsdóttir, teymisstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, kynnir breytingarnar. Herdís leiddi vinnu starfshóps sem útfærði umræddar breytingar.
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrir fundi og umræðum í kjölfar kynningar.

Nú hafa tekið gildi nýjar breytingar á byggingarreglugerð. Um er að ræða reglugerð nr. 1321/2021 sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum og á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.

Helstu breytingar eru að samkvæmt nýjum kafla 1.3 flokkast mannvirki og mannvirkjagerð nú í þrjá umfangsflokka eftir eðli, umfangi og samfélagslegu mikilvægi; umfangsflokk I (geymslur, bílskúrar, sumarhús o.fl.), umfangsflokk II (flest mannvirki, s.s. einbýlishús og fjölbýlishús) og umfangsflokk III (stór fjölbýlishús, sjúkrahús, skólar, virkjanir o.þ.h.).

Nánari umfjöllun um breytingarnar má finna hér:

https://hms.is/frettir/allar-frettir/fristundahus-og-bilskurar-thurfa-ekki-lengur-byggingarleyfi/

Skrá mig