Home Fréttir Í fréttum Tuttugu milljónir í endurbyggingu Miðgarðakirkju

Tuttugu milljónir í endurbyggingu Miðgarðakirkju

65
0
Mynd: Hjörleifur Stefánsson - Rúv

Tuttugu milljónum króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar verður varið í endurbyggingu Miðgarðakirkju í Grímsey.

<>

Þetta samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í morgun.

Kirkjan brann til grunna þann 22. september síðastliðinn og var elsta bygging Grímseyjar. Hún var byggð árið 1867 og friðuð árið 1990, segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

„Miðgarðakirkja hefur þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki meðal Grímseyinga og eru íbúar staðráðnir í að reisa nýja kirkju sem geti nýst bæði við helgihald og til menningarviðburða,“ segir í tilkynningunni.

Heildarkostnaður við endurbygginguna er áætlaður um hundrað milljónir króna. Tryggingabætir nema um þrjátíu milljónum og sóknarnefnd hefur safnað um tólf milljónum í fjáröflun.

Vonir standa til að framkvæmdir geti hafist næsta sumar og að kirkjan verði tilbúin að utan í september.

Heimild: Ruv.is