Home Fréttir Í fréttum Þurfa að greiða 90 milljónir króna í bætur vegna útboðsklúðurs

Þurfa að greiða 90 milljónir króna í bætur vegna útboðsklúðurs

271
0
GAJA, gas- og jarðgerðarstöð Sorpu við Álfsnes. Mynd: Sigtryggur Ari.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sorpu til þess að greiða Íslenskum aðalverktökum tæplega 90 milljónir króna vegna brota á lögum um opinber innkaup.

<>

Málið snýst um að lög hafi verið brotin þegar stjórn Sorpu samþykkti að ganga til samninga við Ístak um byggingu á GAJA gas-og jarðgerðarstöð Sorpu. Stjórnin hafi gert Ístaki kleift að leiðrétta eða breyta tilboði sínu eftir opnun tilboða og aðlaga það útboðsgögnum.

Skorað var á Sorpu að bregðast við með því að viðurkenna bótaskyldu og bjóða ásættanlega lausn á sínum tíma en þess í stað var ákveðið að fara með málið fyrir dóm.

Bótakrafa Íslenskra aðalverktaka hljóðaði upp á um 180 milljónir króna, sem var áætlaður hagnaður af verkinu, en dómstóllinn féllst ekki á þann útreikning samkvæmt fyrirliggjandi gögnum og lækkaði upphæðina um helming.

Líf Magneudóttir er stjórnarformaður Sorpu

Harmsagan varðandi gas- og jarðgerðastöðina GAJA heldur því áfram og virðist engan endi ætla að taka.

Upphaflegur kostnaður við stöðina átti að vera um 3,7 milljarðar króna en hefur síðan gjörsamlega farið úr böndunum og er nú í um 6,2 milljörðum króna.

Í haust var greint frá því að myglugró hefur fundist í límtréseiningum í þaki og burðarvirki stöðvarinnar og er talið að viðgerðarkostnaður gæti numið hundruðum milljónum króna.

Þá leikur vafi á því að GAJA uppfylli ekki skilyrði starfsleyfi síns. Þessi röð klúðra gæti þýtt að stöðin rándýra verði lokuð í allt að ár.

Hér má kynna sér dóminn í heild sinni.

Heimild: Dv.is