Home Fréttir Í fréttum Gert að greiða 111 milljónir króna í sekt

Gert að greiða 111 milljónir króna í sekt

253
0
Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði. Ómar Óskarsson

Héraðsdóm­ur Reykja­ness hef­ur dæmt Jó­hann Jón­as Ing­ólfs­son, fram­kvæmda­stjóra og stjórn­ar­mann einka­hluta­fé­lags­ins Vert­kak­ar Já Art2b (áður Já Iðnaðar­menn Art2b verk­stæði) til að greiða 111 millj­ón krón­ur í sekt vegna skila­svika og pen­ingaþvætt­is.

<>

Dóm­ur­inn féll 17. nóv­em­ber síðastliðinn en hef­ur nú verið birt­ur.

Jó­hann var ákærður fyr­ir meiri hátt­ar brot gegn skatta­lög­um og fyr­ir pen­ingaþvætti á ár­un­um 2017 og 2018 í tengsl­um við rekst­ur einka­hluta­fé­lags­ins Vert­kak­ar Já Art2b, nú þrota­bú.

Með brot­un­um aflaði Jó­hann ávinn­ings upp á tæp­ar 57 millj­ón­ir króna sem hann nýtti svo í þágu einka­hluta­fé­lags­ins.

Játaði brot sín sam­kvæmt öll­um liðum ákæru
Við fyr­ir­töku máls­ins 19. októ­ber sl. játaði Jó­hann brot sín sam­kvæmt öll­um þrem­ur liðum ákæru.

Sam­kvæmt niður­stöðu héraðsdóms skal Jó­hann sæta fang­elsi í 11 mánuði, en fresta skal fulln­ustu þeirr­ar refs­ing­ar og skal hún falla niður að liðnum tveim­ur árum frá upp­kvaðningu dóms­ins að telja, haldi hann al­mennt skil­orði.

Þá greiði Jó­hann 111.000.000 króna í sekt til rík­is­sjóðs og komi 360 daga fang­elsi í stað sekt­ar­inn­ar verði hún eigi greidd inn­an fjög­urra vikna frá birt­ingu dóms­ins.

Þá þarf Jó­hann að greiða þókn­un skip­ast verj­anda síns, Þ. Skorra Stein­gríms­son­ar lög­manns, 400.520 krón­ur að viðris­auka­skatti meðtöld­um.

Heimild: Mbl.is