Bláskógabyggð óskar eftir tilboðum í verkið:
Laugarvatn-Fráveita 1. áfangi
Verklok eru 15.10.2022
Verkið felur í sér lagningu vatns- og fráveitu á Laugarvatni. Grafa skal fyrir vatns- og fráveitulögnum og leggja samanber útboðslýsingu.
Helstu magntölur eru:
Gröftur á lausu efni, brottekið 800 m³
Gröftur á lausu efni útjafnað við vinnusvæði 1.000 m³
Fylling undir og yfir lagnir 1.800 m³
Vatnsveitulagnir 1.260 m
Fráveitulagnir 820 m
Malbik 110 m2
Útboðsgögn verða afhent á rafrænu formi frá og með þriðjudeginum 30. nóvember 2021.
Þeir sem hyggjast gera tilboð í verkið skulu hafa samband við Magnús hjá eflu Suðurlandi með því að senda tölvupóst á netfangið magnus.olason@efla.is og gefa upp nafn, heimilisfang, síma og netfang og fá í kjölfarið útboðsgögnin send í tölvupósti.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Bláskógabyggð, Reykholti 806 Selfossi, fyrir kl. 10:30 þriðjudaginn 16. desember og verða þau opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.