Home Fréttir Í fréttum Dýrasta íbúð í sögu Íslands

Dýrasta íbúð í sögu Íslands

206
0
Mikið útsýni er yfir höfnina úr umræddri þakíbúð. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kauptil­boð hef­ur verið lagt fram í dýr­ustu þak­í­búðina á Aust­ur­höfn við Hörpu í Reykja­vík. Um er að ræða 354 fer­metra horn­í­búð sem er m.a. með út­sýni yfir höfn­ina til vest­urs.

<>

Þetta herma heim­ild­ir blaðsins en kaup­verðið mun vera milli 500 og 600 millj­ón­ir og þar með það hæsta sem greitt hef­ur verið fyr­ir íbúð í fjöl­býl­is­húsi í Reykja­vík.

Full­trú­ar Aust­ur­hafn­ar vildu ekki tjá sig um málið en fé­lagið hef­ur nú selt tæp­lega 50 íbúðir af 70.

Fram kom í fjöl­miðlum um dag­inn að ein af dýr­ustu þak­í­búðunum á Aust­ur­höfn hefði verið seld en henni var í um­fjöll­un ruglað sam­an við íbúðina sem nú hef­ur verið seld.

Sú íbúð var sögð kosta 480 millj­ón­ir króna.

Heimild: Mbl.is