Um er að ræða viðbyggingu við verksmiðjuna, en áður höfðu fjórir fimmhundruð rúmmetra hráefnistankar verið reistir norð-vestan við Fiskimjölsverksmiðjuna.
Tankarnir verða notaðir þegar verið er að landa hráefni til loðnuhrognavinnslu.
Viðbyggingin sem nú rís er einnig hugsuð fyrir vinnslu á loðnuhrognum. Halldór B. Halldórsson gerði sér ferð í vikunni niður á bryggju og myndaði framkvæmdirnar.
En það er byggingarfyrirtækið Steini og Olli sem byggir húsið. Myndband Halldórs má sjá hér að neðan.
Heimild: Eyjar.net