Home Fréttir Í fréttum Ný millihæð byggð í Svörtuloftum

Ný millihæð byggð í Svörtuloftum

92
0
Hér sést Seðlabankahúsið. Áformað er að lyfta þaki yfir miðrými viðbygg­ing­ar (innig­arðs) Kalkofns­veg­ar 1 til þess að tengja hana og aðal­bygg­ingu bet­ur sam­an. mbl.is/Árni Sæberg

Seðlabanki Íslands hef­ur óskað eft­ir leyfi Reykja­vík­ur­borg­ar til að end­ur­bæta og stækka hús sitt Kalkofns­veg 1, sem gjarn­an er kallað Svörtu­loft.

<>

Meðal ann­ars á að lyfta bygg­ing­unni upp um heila hæð á af­mörkuðu svæði og við það stækk­ar hún um 500 fer­metra. Mál­inu var vísað til um­sagn­ar skipu­lags­full­trúa.

Stefán Jó­hann Stef­áns­son, rit­stjóri á skrif­stofu banka­stjóra, seg­ir aðspurður að und­an­farið hafi staðið yfir viðhald og end­ur­bæt­ur á hús­næði Seðlabanka Íslands við Kalkofns­veg 1.

Tíma­bært var orðið að end­ur­nýja hús­næðið að veru­legu leyti. Til að mynda hafa lagn­ir verið end­ur­nýjaðar að mikl­um hluta og ým­is­legt upp­fært, m.a. með hliðsjón af nýj­um regl­um og stöðlum.

Enn frem­ur hafa rými verið opnuð til að koma fyr­ir fleira starfs­fólki sem fylgdi sam­ein­ingu Seðlabank­ans og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Lokið er end­ur­nýj­un tveggja hæða í aðal­hluta húss­ins og unnið er að end­ur­nýj­un á tveim­ur efstu hæðunum.

Þaki yfir miðrými verður lyft

Þá er viðhald og end­ur­bæt­ur eft­ir á fyrstu hæð húss­ins. Hluti af end­ur­nýj­un henn­ar felst í því að áætlað er að lyfta þaki yfir miðrými viðbygg­ing­ar (innig­arðs) til þess að tengja viðbygg­ingu og aðal­bygg­ingu bet­ur sam­an.

Und­ir þak­inu á miðrým­inu sé tals­vert pláss sem ekki hafi nýst til þessa, enda ekki lokað að fullu fyr­ir veðri og vind­um. Við þá fram­kvæmd er áætlað að nýtt 500 fer­metra milli­gólf eða hæð verði til sem fyrst og fremst á að rúma gang­vegi og nokk­ur fund­ar­her­bergi.

„Það þarf hvort eð er að skipta um þak í þess­um miðhluta húss­ins og því er áformað að nýta tæki­færið og tengja bygg­ing­arn­ar bet­ur sam­an til að ná flæði á milli þeirra, en um leið aukast nýt­ing­ar­mögu­leik­ar á því hús­næði sem nú er nýtt sem aðal­inn­gang­ur og mót­töku­sal­ur bank­ans,“ seg­ir Stefán Jó­hann.

Hinn 4. nóv­em­ber 2019 birti Morg­un­blaðið frétt um að skipu­lags­full­trú­inn í Reykja­vík hefði tekið til af­greiðslu um­sókn Seðlabanka Íslands um hækk­un húss­ins á lóð nr. 1 við Kalkofns­veg (Svörtu­loft) að hluta til um tvær hæðir, sam­kvæmt til­lögu arki­tekta­stof­unn­ar Arkþings ehf.

Frétt­in var byggð á gögn­um sem Arkþing sendi til borg­ar­inn­ar fyr­ir hönd Seðlabank­ans.

Nokkr­um dög­um síðar birt­ist svo viðtal við Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóra í Frétta­blaðinu þar sem hann vísaði því á bug að fram­kvæmd­irn­ar væru áformaðar. Bank­inn vildi aðeins kanna hvort sá mögu­leiki væri fyr­ir hendi að hækka Seðlabanka­húsið.

Svör Stef­áns Jó­hanns hér að ofan sýna að nú er al­vara á ferðum hjá bank­an­um. Nýj­asta fyr­ir­spurn­in er ekki könn­un, held­ur stend­ur til að breyta og stækka Svörtu­loft.

Bygg­ing húss­ins hófst árið 1984. Guðmund­ur Kr. Guðmunds­son og Ólaf­ur Sig­urðsson eru arki­tekt­ar.

Heimild: Mbl.is