Home Fréttir Í fréttum Vel miðar við gangagerð í Færeyjum

Vel miðar við gangagerð í Færeyjum

142
0
Mynd: Eystur- og Sandoyartunlar

Aðeins á eftir að bora rúmlega fimmhundruð metra þar til neðansjávargöngin kennd við Sandey í Færeyjum verða tilbúin. Göngin verða tæpir elllefu kílómetrar að lengd og eiga að tengja Straumey og Sandey.

<>

Fyrirhugað er að borunum ljúki skömmu eftir jól að sögn Teits Samuelsen framkvæmdastjóra ríkisrekna fyrirtækisins Eystur- og Sandoyartunlar sem leggur göngin. Þegar þau verða tilbúin er búist við að þrjú til fjögurhundruð bílar aki um þau daglega.

Göngin liggja undir Skopunarfjørð. Verkinu hefur að sögn Samuelsen miðað heldur hægt undanfarnar vikur Straumeyjarmegin frá en betur frá Sandey.

Áætlaður kostnaður við göngin nemur um 860 milljónum danskra króna, jafngildi rúmra 17 milljarða íslendskra.

Verkið hófst sumarið 2019 og þá voru fyrirhuguð verklok árið 2013 en göngin eru fjórðu neðansjávargöngin í Færeyjum sem lögð eru frá árinu 2002. Austureyjargöngin eru þau nýjustu en þau voru tekin í notkun á síðasta ári.

Heimild: Ruv.is