Home Fréttir Í fréttum Milljón tonn á ári úr móbergi

Milljón tonn á ári úr móbergi

85
0
Stækkun hafnarinnar í Þorlákshöfn fylgja margir nýir möguleikar. mbl.is/Þorgeir

„Það er verið að skoða af al­vöru fram­leiðslu á íblönd­un­ar­efni í sement úr ís­lensk­um jarðefn­um. Þetta er sér­stak­lega hugsað til að lækka kol­efn­is­spor sements,“ seg­ir Þor­steinn Víg­lunds­son, for­stjóri Horn­steins ehf.

<>

Uppi eru áform um að reisa verk­smiðju í Þor­láks­höfn sem mun nýta mó­berg og ís­lenskt raf­magn til fram­leiðslu íblönd­un­ar­efn­is­ins. Með því mun kol­efn­is­spor steypu lækka.

Miðað er við að flutt verði út millj­ón tonn af efn­inu á ári, aðallega til Norður-Evr­ópu. Frummat ger­ir ráð fyr­ir að heild­ar­fjárfest­ing­in nemi um tíu millj­örðum króna. Fram­kvæmd­ir við verk­smiðjuna gætu haf­ist eft­ir 2-3 ár og fram­leiðsla mögu­lega 2024 eða 2025.

Mó­bergið verður þurrkað og malað í verk­smiðjunni. Horft er til þess að nýta hreina ís­lenska raf­orku við vinnsl­una þannig að kol­efn­is­spor fram­leiðslunn­ar verður lítið sem ekk­ert. Raf­orkuþörf­in gæti orðið svipuð og hjá lít­illi stóriðju.

Heimild: Mbl.is