Fundur hjá Byggðarráð Skagafjarðar þann 29. júlí 2021 kl. 11:30
Ársalir skólabygging
Undir þessum dagskrárlið sat Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs.
Kynnt var niðurstaða opnunar tilboða í útboðsverkið “Leikskólinn Ársalir – Viðbygging 2021” en í verkinu felst bygging leikskólastofa í tveimur áföngum við eldra stig leikskólans Ársala.
Skal fyrri áfanga lokið 15. desember 2021 en síðari áfanga 1. ágúst 2022.
Eitt tilboð barst frá Eðalbyggingum ehf. – SG Hús.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við fyrirtækið á grundvelli tilboðsins að gættu ákvæði 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga um gerð viðeigandi viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.