Home Fréttir Í fréttum Endurbætur á Litla-Hrauni

Endurbætur á Litla-Hrauni

134
0
Fangelsið á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Mynd: BBL.is

Ríkisstjórnin hefur sam­þykkt að fara í mikl­ar endurbætur og upp­byggingu í fangels­inu á Litla-Hrauni á Eyrar­bakka að tillögu dóms­mála­ráðherra.

<>

Að mati Framkvæmda­sýslu ríkisins er kostnaður við nauðsynlegar endur­bætur áætlaður um 1,6 milljarðar króna.

Pening­arnir verða meðal annars notaðir til að byggja upp öfluga heilbrigðis- og endur­hæfingar­þjónustu fyrir fangelsis­kerfið í heild og einnig til að lagfæra aðstöðu, bæði fanga og fangavarða, á Hrauninu.

Hinar ýmsu deildir fangelsisins verða aðskildar og aðbúnaður aðstandenda til heimsókna endurbættur.

Litla-Hraun er stærsta fangelsi landsins og því eðlilegt að horfa til þess við uppbyggingu á öflugri heilbrigðis- og endur­hæfingarþjónustu fyrir fangelsiskerfið.

Lengi hefur legið fyrir að húsnæði og aðstaða er ófullnægjandi.

Með framkvæmdum þeim sem nú verður ráðist í er stefnt að því að vandamál fangelsisins verði færð í fullnægjandi horf. Framkvæmdunum á að vera full­lokið um mitt ár 2023.

Heimild: BBL.is