F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Kleppsvegur 150-152. Uppbygging og fullnaðarfrágangur, Útboð nr. 15264
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00 þann 13. júlí 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 12. ágúst 2021.
Ekki verður haldinn formlegur opnunarfundur, sjá má niðurstöðu á vefslóðinni https://reykjavik.is/opnun-tilboda-2021
Lýsing á verkefninu:
Verkið felst í niðurrifi og uppbyggingu á fyrirhuguðum leikskóla sem og fullnaðarfrágangi lóðar í kringum Kleppsveg 150-152, Reykjavík. Húsnæðið er á tveimur hæðum, leikskóli á efri hæð og í neðri kjallara eru geymslur og tækni rými.
Heildarstærð húsnæðis er 2147 m2 sem skiptist upp í 1070 m2 jarðhæð og 1077 m2 kjallara.
Helstu verkþættir eru:
- Niðurrif innanhúss á Kleppsvegi 152
- Uppbygging og fullnaðarfrágangur húsnæðis
- Endurnýjun gluggakerfis
- Endurnýjun þakvirkis
- Uppbygging tengibyggingar
- Lagning raf-, loftræsti og lagnakerfa
- Niðurrif, færsla og uppbygging ramps
- Fullnaðarfrágangur lóðar
Vakin er sérstök athygli á því að verkkaupi hyggst fá alþjóðlega umhverfisvottun samkvæmt BREEAM á framkvæmdina.
Verklok 1. áfanga 22. apríl 2022
Verklok 2. áfanga 23. júní 2022
Verklok 3. áfanga 22. júlí 2022