Vinnuslys varð í Grímsnesi sl. fimmtudag þegar maður féll af vörubílspalli eftir að rafmagnsvír hafði slegist utan í hann. Verið var að draga inn rafmagnsvír á kefli sem var á vörubílspallinum. Vírinn festist og þegar um hann losnaði slóst hann í manninn sem féll af pallinum um tvo metra. Eftir fallið átti maðurinn erfitt um hreyfingu og var fluttur með sjúkrabifreið á heilsugæsluna á Selfoss. Ekki er vitað á þessari stundu um meiðsli mannsins. Starfsmaður Vinnueftirlitsins kom á vettvang til rannsóknar.
Heimild: Sunnlenska.is