Dæluskipið Taccola hefur síðustu daga verið að dæla upp sandi við Landeyjahöfn. Verkinu miðar vel áfram þó að nokkurra daga töf hafi orðið vegna veðurs og dælingar.
Er skipinu ætlað að dæla upp um 300 þúsund rúmmetrum og náðist á þremur dögum að ná upp um 100 þús. rúmm.
Taccola er mun stærra og öflugra skip en þau sem áður hafa dælt við höfnina, reyndar svo stórt að því er ekki ætlað að dæla inni í höfninni sjálfri. Í viðtali Eyjafrétta við skipstjóra Taccola kemur fram að minna skip, er nefnist Pinta, sé væntanlegt hingað til lands í mars nk. til að hreinsa höfnina. Fram að því halda skip frá Björgun áfram dælingu þar. Þau hafa frá lok apríl sl. dælt um 400 þúsund rúmmetrum úr höfninni.
Heimild: Mbl.is