F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Réttarholtsskóli- Endurnýjun á þaki, útboð nr. 15227
Yfirlit yfir verkið: Verkið felst í enduruppbyggingu og fullnaðarfrágangi á hluta af þaki Réttarholtskóla Réttarholtsvegi 21-25 108, Reykjavík. Í gangi eru framkvæmdir við endurnýjun innanhúss og eru þær framkvæmdir ekki hluti af þessu útboði.
Helstu magntölur eru:
- Gluggalistakerfi 52 stk
- Læst klæðning á þaki 320 m2
- Þakdúkur 430 m2
- Borðaklæðning 390 m2
- Yfirlektur borðaklæðning 390 m2
- Undirlektur 415 lm
- Loftunargrind timburþaks 1.250 lm
- Þakkantur 105 lm
- Einangrun á þak og hallandi vegg 370 m2
Verklok eru 21. sept. 2021.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 13:00 þann 7. júní 2021, á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00, 21. júní 2021.