Stór jarðýta hófst handa við það í nótt að ryðja upp varnargörðum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli.
Görðunum er ætlað að reyna að hefta för hauntungunnar niður í Nátthaga, en þaðan er leiðin greið niður á Suðurstrandarveg með tilheyrandi tjóni á innviðum og röskun á samgöngum.
Að sögn lögreglunnar á Suðurnesum var hafist handa við verkið í nótt en þar á bæ höfðu menn ekki upplýsingar um hvernig til hafi tekist.
Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur sagði í samtali við fréttastofu í gær áhyggjuefni ef hrauntaumur rynni niður í Nátthaga og Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins í þá áttina.
Heimild: Visir.is