Home Fréttir Í fréttum Ný brú komin yfir Vatnsdalsá

Ný brú komin yfir Vatnsdalsá

111
0

Brúarvinnuflokkur Vegagerðarinnar hefur nú lokið við að byggja bráðbirgðabrú yfir Vatnsdalsá við Grímstungu. Gamla brúin féll undan efnisflutningabíl í síðasta mánuði eins og flestir vita. Flokkurinn sem taldi fimm til sex menn hóf smíðina á sjálfri brúnni 4. september síðastliðinn og luku henni þann 18. september en þá átti eftir að fylla að.

<>

Sagt er frá þessu á vef Vegagerðarinnar og þaðan er meðfylgjandi mynd komin. Vel og greiðlega gekk að smíða brúna sem er 45 m löng stálbitabrú með timburgólfi í þremur höfum. Áður en smíðin hófst þurfti flokkurinn að rífa gömlu brúna. Akbrautarbreidd er 3,6 m og heildarbreidd 4,0 m. Miðhaf brúarinnar er 22 m langt, undirstöður eru nálægt árbökkum beggja vegna og því var lítið hreyft við ánni sjálfri. Undirstöður eru í landi í fyllingu báðum megin.

Á vef Vegagerðarinnar segir að bráðabirgðabrúin hafi verið byggð fyrir fullt umferðarálag. Um 200 m langar vegtengingar voru lagðar beggja vegna brúarinnar og lauk því verki endanlega í dag. Efnismagn í vegtengingum er um 3000 m3.

Umferð er nú öllum opin. Ekki er vitað hvenær verður ráðist í gerð nýrrar brúar né hvernig sú mun líta út. Það ræðst af fjárveitingum fyrst og fremst, segir á vef Vegagerðarinnar.

Hér má sjá myndir af því þegar gamla brúin var rifin og bráðabirgðabrúin byggð.

Heimild: Húni.is