Home Fréttir Í fréttum Vel heppnuð endurgerð í Múlakoti

Vel heppnuð endurgerð í Múlakoti

133
0
Sigurður og Hjálmar við nýju gluggana. Ljósmynd/Rangárþing eystra

Í sumar hefur verið unnið að endurgerð elsta hluta gamla bæjarins i Múlakoti í Fljótshlíð. Verkefnið hefur verið unnið í litlum skrefum og búið er að hlaða upp neðsta hluta hússins sem er kjallari undir elsta hluta hússins og setja í hann nýja glugga.

<>

Einnig er búið að klæða elsta hlutann og setja í hann fallega glugga sem eru eins og upprunalegu gluggarnir.

Húsasmíðameistarinn Árni Sigurðsson frá Sámastöðum smíðaði gluggana og síðustu daga hafa húsasmíðameistararnir Hjálmar Ólafsson og Sigurður Sigurðsson lagt lokahönd á að setja nýju gluggana á sinn stað.

Gluggarnir eru einstaklega falleg smíði og sömuleiðis er grjóthleðslan vel heppnuð, en það voru þeir Viðar Bjarnason, Þorsteinn Jónsson og Orri Guðmundsson sem gerðu grjóthleðsluna.

Heimild: Sunnlenska.is