Á fundi skipulags – og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar voru tilboð í tvö verkefni opnuð.
Það fyrra ber nafnið „Gangstéttir 2021“ þar sem að tvö fyrirtæki buðu í verkefnið – en kostnaðaráætlun var rétt um 22,4 milljónir kr.
Þrjú fyrirtæki buðu í verkefnið „Skógarhverfi 3A – gatnagerð og lagnir veitukerfa“ þar sem að kostnaðaráætlun var rétt um 276,3 milljónir kr.
Skóflan hf. bauð lægst í bæði verkefnin. Skipulags- og umhverfisráð lagði til að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
Tilboð Skóflunnar í „Gangstéttir – 2021“ var 200 þúsund kr. yfir kostnaðaráætlun en í stærra verkefninu var tilboð sama fyrirtækis um 13 milljónum kr. yfir kostnaðaráætlun.
Gangstéttir – 2021
Eftirfarandi tilboð bárust:
Skóflan hf.: kr. 22.628.000
Roc ehf.: kr. 26.528.735
Kostnaðaráætlun: kr. 22.419.500
Skógarhverfi 3a – Gatnagerð-útboð
Eftirfarandi tilboð bárust:
Þróttur ehf.: kr. 313.649.072
Skóflan hf.: kr. 289.289.900
Háfell ehf.: kr. 321.171.000
Kostnaðaráætlun: kr. 276.247.900
Heimild: Skagafrettir.is