Home Fréttir Í fréttum Ísafjarðarbær: 800 m.kr. í úrbætur á fráveitukerfi

Ísafjarðarbær: 800 m.kr. í úrbætur á fráveitukerfi

91
0

Verkís hefur skilað til Ísafjarðarbæjar minnisblaði um úbætur á fráveitukerfi Ísafjarðarbæjar og er byggt á úttekt sem gerð var 2017.

<>

Þá voru skoðaðar voru allar útrásir í sveitarfélaginu og gert var straumfræðilíkan af Skutulsfirði til að ákvarða staðsetningu útrása m.t.t. strauma.

Útrásir frá hverjum byggðakjarna í sveitarfélaginu eru samvæmt meðfylgjandi töflu og er fyrst fjöldi þeirra í dag og svo fjöldinn eftir af framkvæmdum lýkur.

Á Ísafirði er gert ráð fyrir fjórum hreinsistöðvum. Þar er kostnaður áætlaður 500 milljónir króna.

Á Þingeyri er kostnaður við nauðsynlegra framkvæmdir talinn vera 210 milljónir króna, 79 m.kr. á Suðureyri, 20 m.kr. á Flateyri og 10 m.kr. í Hnífsdal.

Samtals er kostnaðaráætlunin upp á 817 m.kr.

Styrkupphæð frá ríkinu er að jafnaði 20% af heildarkostnaði fráveituframkvæmdar.

Í framkvæmdaáætlun Verkís er kostnaði dreift niður á ár og reynt að halda kostnaði á bilinu 40-60 millj. pr. ár en á einstaka árum fellur til meiri kostnaður. Framkvæmdatíminn er til 2036.

Heimild: BB.is