Home Fréttir Í fréttum Seg­ir allt ferlið vera eitt stórt sjón­arspil

Seg­ir allt ferlið vera eitt stórt sjón­arspil

247
0
Íbú­arn­ir hafa lengi bar­ist gegn því að borg­ar­yf­ir­völd byggðu á þessu græna svæði. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Auðvitað er þetta Davíð og Golí­at bar­átta þegar maður fer á móti kerf­inu og kerfið bara veður yfir mann. Það sem við erum að reyna að segja er að þetta er allt svo mik­ill sýnd­ar­leik­ur,“ seg­ir Agn­ar Hans­son í Morg­un­blaðinu í dag.

<>

Agn­ar er einn íbúa við svo­nefnd­an Sjó­manna­skólareit sem hafa kvartað til umboðsmanns Alþing­is vegna ákvörðunar borg­ar­ráðs Reykja­vík­ur um að samþykkja breyt­ingu á aðal- og deili­skipu­lagi á reitn­um.

Íbú­arn­ir hafa lengi bar­ist gegn því að borg­ar­yf­ir­völd byggðu á þessu græna svæði. Í síðustu viku var þó fyrsta skóflu­stung­an tek­in á reitn­um þar sem Leigu­fé­lag aldraðra mun byggja.

„Að mínu mati snýst þetta um hvernig fólk fer með það vald sem það hef­ur. Þarna er staðan sú að borg­ar­stjóri er bú­inn að ákveða að hann ætl­ar að út­rýma græn­um svæðum og þétta byggð,“ sagði Agn­ar og bætti við:

„Svo finn­ur hann hérna svæði og þá skipt­ir engu máli hvað eitt­hvert fólk úti í bæ er að kvabba. Hann er bara bú­inn að ákveða þetta.“

Heimild: Mbl.is