Home Fréttir Í fréttum Nýbygging Alþingis myndi spara kostnað við húsaleigu

Nýbygging Alþingis myndi spara kostnað við húsaleigu

263
0
Teikning frá Guðjóni Samúelssyni

Alþingi borgar hundruð milljóna króna á hverju ári í húsaleigu á dýrasta stað í bænum, miðborginni. Stór hluti þess húsnæðis ef vegna skrifstofa þingmanna. Færa má fyrir því rök að ef ráðisti yrði í viðbyggingu við Alþingishúsið myndi það spara þessa fjármuni.

<>

Þetta segir Karl Garðarsson þingmaður Framsóknarflokksins í pistli hér á Eyjunni. Karl segir að margur hafi talið það enn eitt dæmið um bruðlið í stjórnkerfinu og á Alþingi þegar af því bárust fréttir að hugmyndir væru um að byggja nýtt hús fyrir Alþingi eftir nærri eitthundrað ára teikningu Guðjóns Samúelssonar. Hins vegar mætti með rétt færi fram þau rök að þeir fjármunir sem færu í byggingu hins nýja húsnæðis myndu skila sér fljótt til baka með því að ekki þyrfti lengur að leigja húsnæði undir starfsemi Alþingis.

Karl bendir þó á að þeir leigusamningar sem í séu í gildi séu í mörgum tilfellum langtímasamningar og ekki sjálfgefið að hægt sé að rifta þeim með skömmum fyrirvara.


Svo má auðvitað spyrja hvort þörf sé á öllum þessum skrifstofum. Sjálfur afsalaði ég mér minni í upphafi árs. Aðrir þingmenn, í flestum eða öllum flokkum, telja sig hafa mikla þörf fyrir slíka aðstöðu. Og auðvitað má segja að varla sé til það þing í heiminum sem er svo aumt að það bjóði ekki þingmönnum upp á sómasamlega starfsaðstöðu. Þannig er það bara.

Heimild: Eyjan