F.h. umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, Vegagerðarinnar og Veitna er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk:
Litlahlíð – Gatnagerð og lagnir, útboð 15118
Framkvæmdin felur í sér breytingu/þrengingu á götum í Litluhlíð, gerð undirgangna undir Litluhlíð, göngu- og hjólastígs um undirgöng, stígtengingar og stofnlagnir vatns-, hita, og rafveitu.
Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og í undirgöngum, umferðarljósum, skiltum og merkingum.
Framkvæmdasvæðið mun ná frá gatnamótum Litluhlíðar og Bústaðavegar, norður að Eskitorgi.
Við Eskitorg þarf að þvera götuna vegna endurnýjunar á stofnlögnum hita- og vatnsveitu í hringtorginu sjálfu.
Helstu magntölur eru:
• Uppgröftur 3.100 m³
• Malarfylling 1.500 m³
• Malbik 3.100 m²
• Steypt stétt 550 m2
• Hellu- og steinlagnir 200 m2
• Steypumót 880 m2
• Þökulagnir 2.500 m2
• Vegrið 53 m
• Uppsetning ljósastólpa 16 stk
• Jarðstrengir 720 m
• Fráveitulagnir 220 m
• Kaldavatnslagnir 256 m
• Hitaveitulagnir 530 m
Lokaskiladagur verksins er 1. nóvember 2021.
Útboðsgögn verða aðgengileg á útboðsvef Reykjavíkurborgar frá kl. 14:00, þriðjudaginn 9. mars n.k., á vefslóðinni: http://utbod.reykjavik.is
Nýskráning fyrirtækja hefst með því að smella “Nýskráning“.
Vakin er athygli á að allar fyrirspurnir verður að senda gegnum útboðsvef Reykjavíkurborgar. Fyrirspurnum sem berast með öðrum hætti verður ekki svarað.
Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á framangreindan útboðsvef Reykjavíkurborgar eigi síðar en: Kl. 10:00 þann 23. mars 2021.