Home Fréttir Í fréttum Vilja reisa nýtt baðlón í Eyj­um

Vilja reisa nýtt baðlón í Eyj­um

127
0
Þeir sem að verk­efn­inu standa er Lava Spring Vest­manna­eyj­ar ehf. og í for­svari er Kristján Gunn­ar Rík­arðsson. Teikn­ing/​T.ark arki­tekt­ar

Hug­mynd­ir eru um að reisa nýtt baðlón sem staðsett verður á of­an­verðum Skans­in­um í Vest­manna­eyj­um. Gert er ráð fyr­ir heitu baðlóni ásamt heit­um pott­um, gufu­böðum og inn­byggðum hraun­helli. Jafn­framt verður aðstaða fyr­ir veit­inga­sölu og aðra þjón­ustu fyr­ir gesti lóns­ins.

<>

Baðlónið verður um 1.400 fer­metr­ar að stærð  og bygg­ing­in sjálf um 1000 fer­metr­ar. Þá eru uppi framtíðar­hug­mynd­ir um að reisa 50 her­bergja hót­el í tveim­ur bygg­ing­um, sem staðsett­ar verða í hlíðum fjalls­ins.

Þetta kem­ur fram á vef Vest­manna­eyja­bæj­ar. Þar seg­ir jafn­framt að á fundi bæj­ar­ráðs hafi verið til um­fjöll­un­ar í fyrra­dag hafi verið til um­fjöll­un­ar drög að vilja­yf­ir­lýs­ingu Vest­manna­eyja­bæj­ar og Lava Spring Vest­manna­eyj­ar ehf. um gerð baðlóns­ins.

Bæj­ar­ráð kveðst fagna áform­um um upp­bygg­ingu Lava Spring Vest­manna­eyj­ar ehf. um gerð baðlóns í Eyj­um.

Horft er til að varðveita fá­gætt lands­lagið sem kost­ur er og mun bygg­ing­in falla hóg­vær inn í landið til að lág­marka sjón­ræn áhrif, að því er seg­ir í til­kynn­ing­unni. Teikn­ing/​T.ark arki­tekt­arT

Á vef bæj­ar­ins seg­ir einnig, að baðlónið komi til með að verða vin­sæll áfangastaður á eynni með ein­stakri snert­ingu við nátt­úruperl­ur svæðis­ins. Góð aðkoma verði að lón­inu og hannaðar verða göngu­leiðir frá bæn­um með sem minnstu raski um ósnortið hraunið.

Þá sé hug­mynd­in að skoða mögu­lega hót­el­bygg­ingu við baðlónið, sem muni að mestu falla inn í landið.

Hönnuðir baðlóns­ins eru T.ark arki­tekt­ar ehf.

Heimild: Mbl.is