Home Fréttir Í fréttum Borg­in kaup­ir fyr­ir tugi millj­óna án útboðs

Borg­in kaup­ir fyr­ir tugi millj­óna án útboðs

192
0
Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Reykja­vík­ur­borg fékk á sig harðorðan úr­sk­urð kær­u­nefnd­ar útboðsmá­la vegna brota á lög­um um op­in­ber inn­kaup þegar keypt­ur var inn búnaður til um­ferðaljós­a­stýr­inga án útboðs og ramma­samn­ing­ur boðinn út sem miðaðist við áður keypt­an búnað. Úrsk­urður kær­u­nefnd­ar­inn­ar féll í gær.

<>

Reykja­vík­ur­borg og Vega­gerðinni voru einnig gert að greiða stjórn­valds­sekt fyr­ir að hafa ekki boðið út kaup­in.

Þá var Reykja­vík­ur­borg úr­sk­urðuð skaðabóta­skyld gagn­vart kær­anda vegna kostnaðar sem féll til vegna þátt­töku hans í útboði um ramma­samn­ing­inn sem Reykja­vík­ur­borg þurfti að draga til baka vegna form­galla.

Um­fang samn­inga sem ekki fóru í útboð og hins kærða útboðs voru um 28 millj­ón­ir. Þá eru ótal­in framtíðarviðskipti, þar er um tölu­vert hærri upp­hæðir að ræða.

Kær­u­nefnd útboðsmá­la komst að þeirri niður­stöðu að líta bæri á samn­ing­ana tvo sem ein inn­kaup sem borið hefði að bjóða út á Evr­ópska efna­hags­svæðinu

Einu fyr­ir­tæki gefið for­skot

Reykja­vík­ur­borg keypti, án útboðs og markaðskönn­un­ar, hluta af búnaði við stýr­ingu um­ferðaljósa, miðlæg­an stjórn­un­ar­búnað sem kall­ast MSU, beint af Smith og Nor­land hf. með samn­ing­um 9. júlí 2019.

Þann 11. októ­ber 2019 bauð Reykja­vík­ur­borg út ramma­samn­ing um stýri­búnað um­ferðaljósa með skil­yrðum um teng­ingu við búnaðinn sem þegar hafði verið keypt­ur af Smith og Nor­land, án útboðs.

Svo virðist sem að búnaður­inn hafi verið val­inn án þess að önn­ur kerfi eða lausn­ir hafi verið skoðaðar. Um­rædd­ur búnaður, MSU, er nú lyk­ill­inn að framtíð um­ferðar­stýr­ing­ar á höfuðborg­ar­svæðinu og miðast öll útboð að þess­um búnaði.

Vega­gerðin aðili

Vega­gerðin var aðili máls­ins þar sem hún var aðili samn­inga sem hefðu átt að fara í útboð. Engu að síður virðist aðkoma Vega­gerðar­inn­ar að samn­ing­um hafa verið eng­in og nýttu þau sér ekki tæki­færi til að koma at­huga­semd­um á fram­færi vegna kær­unn­ar.

Vega­gerðinni var ekki dæmd bóta­skylda gagn­vart kær­anda.

Útboð fellt niður

Í upp­haf­legri kæru var gerð krafa um að ólög­mæt­ir útboðsskil­mál­ar yrðu felld­ir úr gildi eða að útboðið í heild yrðu fellt úr gildi.

Eft­ir að sú kæra barst felldi Reykja­vík­ur­borg niður útboðið í heild sinni og voru áður­nefnd­um kröf­um því vísað frá enda útboð ekki leng­ur til staðar.

Eng­in ástæða til kaupa án útboðs

Sér­stak­lega er tekið til í úr­sk­urði nefnd­ar­inn­ar að Reykja­vík­ur­borg hefði þurft að rök­styðja „með til­hlýðileg­um hætti“ að nauðsyn­legt hafi verið að kaupa búnað án þess að útboð færi fram.

Nefnd­in tek­ur svo fram að af gögn­um máls­ins verði ekki ráðið að nein­ar tækni­leg­ar ástæður eða annað hafi rétt­lætt að gerðir voru samn­ing­ar beint við Smith og Nor­land. Einnig tek­ur hún fram í úr­sk­urði sín­um að eng­in rann­sókn hafi farið fram á því hvort nauðsyn­legt hafi verið að kaupa búnaðinn án útboðs, en Reykja­vík­ur­borg bar fyr­ir sig þau rök.

Í um­fjöll­un nefnd­ar­inn­ar að þessu leyti felst að með því að sniðganga útboð hafi Reykja­vík­ur­borg raskað sam­keppni þeirra sem hefðu haft áhuga á að gera samn­inga.

Rök Reykja­vík­ur­borg­ar hrak­in lið fyr­ir lið

Í mál­flutn­ingi sínu bar Reykja­vík­ur­borg fyr­ir sog að samn­ing­arn­ir sem gerðir voru í júlí 2019 hafi falið í sér viðbót­ar­kaup við samn­ing sem komst á í kjöl­far útboðs frá ár­inu 2005. Sá samn­ing­ur hafði aft­ur á móti runnið út mörg­um árum áður. Nefnd­in hafnaði þessu.

Borg­in reyndi að bera því við að eldri lög giltu um samn­ing­inn sem gerður var sum­arið 2019. Þessu var haldið fram jafn­vel þótt nú­gild­andi lög hafi tekið gildi í októ­ber 2016 og höfðu þannig gilt í meira en tvö og hálft ár þegar kaup­in voru gerð. Nefnd­in hafnaði þessu.

Þá bend­ir nefnd­in á rök­semd­ir Reykja­vík­ur­borg­ar stang­ist á inn­byrðis

Kær­u­nefnd gat ekki lýst samn­ing­inn óvirk­an þar sem hann hef­ur verið efnd­ur að fullu. Nefnd­in hef­ur heim­ils til þess að stöðva efnd­ir samn­inga sem enn eru virk­ir. Búið var að af­henda vör­ur og greiða fyr­ir þegar til úr­sk­urðar kom.

Brot­in al­var­leg

Segja má að í úr­sk­urðarorði né kær­u­nefnd óvenju harðorð.

„Þeir samn­ing­ar sem varn­araðilar gerðu við Smith og Nor­land hf. 9. júlí 2019 voru gerðir án þess að sann­an­leg at­hug­un hefði farið fram á lög­mæti samn­ings­gerðar­inn­ar, svo sem með til­liti til b. liðar 1. mgr. 39. gr. laga nr. 120/​2016.

Birt­ist þetta meðal ann­ars í því að varn­araðili Reykja­vík­ur­borg hef­ur teflt fram hinum ýmsu máls­ástæðum fyr­ir lög­mæti samn­ings­gerðar­inn­ar við rekst­ur kæru­máls­ins án þess að rétt­ar­grund­völl­ur fyr­ir samn­ings­gerðinni hafi verið skýrt af­markaður í upp­hafi,“ seg­ir í úr­sk­urðinum.

Sektar­fjár­hæð er miðuð við 8% af heild­ar­fjár­hæð samn­ing­anna en sam­kvæmt lög­un­um get­ur sekt aldrei orðið meiri en 10%.

Nefnd­in tel­ur Reykja­vík­ur­borg vera skaðabóta­skylda gagn­vart kær­anda og úr­sk­urðar um bæt­ur og máls­kostnað.

Vig­dís með varnaðarorð

Sama dag og samn­ing­arn­ir voru kynnt­ir á fundi borg­ar­ráðs skrifaði Vig­dís Hauks­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins, grein sem hún kallaði Meira af gul­um, rauðum og græn­um ljós­um borg­ar­stjóra. Þar seg­ir hún m.a.:

„En mesta furðu vek­ur að farið er fram með nýtt útboð sama efn­is og ekki hef­ur verið til lykta leitt hjá kær­u­nefnd útboðsmá­la. Minnt er á að Reykja­vík­ur­borg sjálf felldi niður útboðið og hafnaði öll­um til­boðum.

Þrátt fyr­ir sam­göngusátt­mála rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu um for­gang ljós­a­stýr­ing­ar fer borg­in fram með þess­um hætti og tek­ur ekk­ert til­lit til þess­ar­ar sam­eig­in­legu ákvörðunar og skiln­ings að bíða eft­ir þarfagrein­ingu á ljós­a­stýr­ing­ar­mál­um höfuðborg­ar­svæðinu.“

Ljós­a­stýr­ing­ar­búnaður í höfuðborg­arsátt­mál­an­um

Spurn­ing­ar sem eft­ir sitja eru hvers vegna Reykja­vík­ur­borg hljóp til í sum­ar og keypti búnað og bauð út samn­ing sem á að vera hluti af höfuðborg­arsátt­mál­an­um í um­sjón nýs fé­lags Betri sam­göng­ur ohf.

Heimild: Mbl.is