Home Fréttir Í fréttum Lands­net sækir um fram­kvæmda­leyfi vegna Suður­ne­sja­línu 2

Lands­net sækir um fram­kvæmda­leyfi vegna Suður­ne­sja­línu 2

106
0
Mynd: Fréttablaðið/Anton Brink

Mikill styr hefur staðið um lagningu Suðurnesjalínu 2 frá árinu 2013, en eignarnám Landsnets á jörðum vegna langingar línunnar var fellt úr gildi árið 2016 og framkvæmdaleyfi árið 2017.

<>

Landnet hefur nú sótt um framkvæmdaleyfi að nýju.

Landsnet hefur ákveðið að leggja Suðurnesjalínu 2 samkvæmt upprunalegum áætlunum, það er í formi loftlínu meðfram Suðurnesjalínu 1, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsneti.

Segir fyrirtækið að í kjölfar nýs umhverfismats hafi samtöl átt sér stað við sveitarfélög á svæðinu, Orkustofnun, landeigendur og aðra hlutaðeigandi.

„Ákvörðunin byggir á grundvelli ákvæða raforkulaga sem kveða á um skyldur Landsnets um að byggja upp öruggt og hagkvæmt flutningskerfi raforku og stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfisins,“ segir í fréttatilkynningu.

Landsnet segir einnig að ekkert lát sé á jarðhræringum á Reykjanesi sem knýr frekar á um lagningu línunnar, svo að Suðurnesjasvæðið hafi aðra tengingu við meginflutningskerfi raforku á Íslandi. Landsnet sótti um framkvæmdaleyfi til sveitarfélaga á svæðinu þann 11.desember síðastliðinn.

Mikill styr hefur staðið um lagningu Suðurnesjalínu 2 allt frá árinu 2013. Landsnet fékk heimild Orkustofnunar til lagningu línunnar fyrir um sjö árum síðan með þeim tilmælum að semja þyrfti við landeigendur á svæðinu.

Ef samningar næðust ekki, skyldi gert eignarnám. Á sama tíma var uppi þrýstingur frá náttúruverndarsinnum að línan skyldi lögð í jörðu, en slík lína er talsvert dýrari en loftlína.

Heimild: Frettabladid.is