Home Fréttir Í fréttum Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

Akraneskaupstaður auglýsir nýjar lóðir til úthlutunar

182
0

Akraneskaupsstaður auglýsir nýjar lóðir lausar til umsóknar undir við Suðurgötu, Asparskóga og áður úthlutaða lóð við Akralund. Um er að ræða ýmist einbýlishús, par- eða fjölbýlishús. Lóðirnar eru byggingarhæfar.

<>

Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda reglur Akraneskaupsstaðar en breytingar á þeim voru samþykktar af bæjarráði þann 15. nóvember sl. og verða staðfestar í bæjarstjórn Akraness þann 24. nóvember.

Auglýsa skal lóðir sérstaklega með 2ja vikna umsóknarfresti að lágmarki og fer úthlutun fram samkvæmt vinnureglum ef fleiri en einn sækir um hverja lóð. Séu umsækjendur fleiri en einn um ákveðna lóð verður dregið um úthlutun hennar.

Sá aðili sem fær úthlutað lóð hefur sex mánuði til að hefja uppbyggingu en að þeim tíma liðnum fer viðkomandi lóð á almenna listann yfir lausar lóðir sé uppbygging ekki hafin. Akraneskaupstaður áskilur sér þann rétt að vera ekki bundinn röð úthlutunar lengur en umrætt tímabil.

Jafnframt er gert ráð fyrir að úthlutun að nýju fari ekki fram fyrr en að liðnum 2 vikum eftir að lóðin kemur fram á listann yfir lausar lóðir.

Umsóknafrestur er til og með 8. desember 2020.
Dregið verður úr umsóknum á fundi bæjarráðs þann 17. desember kl. 11:00.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM LÓÐIRNAR MÁ FINNA HÉR

Heimild: Akranes.is