Home Fréttir Í fréttum Nýr Landspítali. Aðgangsstýringar mikilvægar á vinnubúðareit

Nýr Landspítali. Aðgangsstýringar mikilvægar á vinnubúðareit

249
0
Mynd: Nýr Landspítali

Á vinnubúðareit á framkvæmdasvæði við nýjan Landspítala er unnið að uppsetningu á aðgangs- og öryggishliðum sem koma frá Öryggisgirðingu.

<>

Steinar Þór Bachmann, rekstarstjóri framkvæmdasviðs NLSH, segir að hliðin séu níu samtals, fimm aksturshlið og fjögur gönguhlið.

„Hliðin eru stór hluti af þvi að tryggja öryggi og mikilvæga aðgangsstýringu á svæðinu, notaðar eru stafrænar lausnir til að komast inn og út af framkvæmdasvæðinu.

Allir þeir sem koma að verkinu, starfsmenn, tæki og aðföng eru skráð bæði inn og út af framkvæmdasvæðinu og því er tryggt að enginn verður eftir í lok dags.

Þannig fáum við yfirsýn yfir það sem er að gerast á svæðinu sem eykur öryggi. Ekki verður veittur aðgangur að svæðinu nema hafa sótt öryggisnámskeið“, segir Steinar Þór.

Heimild: NLSH.is